Ég uppgötvaði ástríðu mína fyrir golfi þegar ég var aðeins sex ára gamall og hef síðan þá verið tryggur meðlimur í Golfklúbbi Reykjavíkur. Ég spilaði fyrir Íslenska landsliðið sjö ár í röð á Evrópumótum liða og einstaklings ásamt fleiri stórum áhugamannamótum. Á síðasta árinu mínu með landsliðinu spilaði ég á Heimsmeisaramótinu í Golfi. Ég gerðist atvinnumaður árið 2016 og hef keppt á virtum mótum, þar á meðal á The European Challenge Tour, The Nordic League, öllum helstu mótum á Íslandi og nýlega í keppnum á Spáni. Markmið mitt er að klífa upp í hæðstu mótarraðirnar og keppa á meðal þeirra bestu í heiminum. Ég er algjörlega skuldbundinn þessari vegferð og þakklátur fyrir allan stuðning á leiðinni.